Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 08. mars 2020 18:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Man Utd vann City í þriðja sinn á þessari leiktíð
Manchester er rauð.
Manchester er rauð.
Mynd: Getty Images
Ederson átti afar slakan dag.
Ederson átti afar slakan dag.
Mynd: Getty Images
Martial skoraði í fyrri hálfleik.
Martial skoraði í fyrri hálfleik.
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 2 - 0 Manchester City
1-0 Anthony Martial ('30 )
2-0 Scott McTominay ('90 )

Manchester United er núna búið að vinna Manchester City í þremur af fjórum leikjum liðanna á þessu tímabili, og í báðum deildarleikjunum. United hafði betur þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í dag.

United var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik þó að City hafi verið meira með boltann. Það voru heimamenn sem fengu færin og þeir komust yfir eftir hálftíma leik þegar Anthony Martial skoraði eftir sendingu Bruno Fernandes.

Engin spurning er um að Ederson, markvörður Manchester City, átti að gera betur. Markið má sjá hérna.

Undir lok fyrri hálfleiksins var Fred, miðjumaður Manchester United, spjaldaður fyrir meintan leikaraskap. Mike Dean, dómari leiksins, mat það svo að Fred hefði reynt að veiða sig í gildru. Á endursýningu sést samt að það var snerting, Nicolas Otamendi sparkaði í Fred, sem féll þó nokkuð auðveldlega.

Usain Bolt, sem var lengi vel hraðasti maður í heimi, er mikill stuðningsmaður Manchester United. Hann vildi fá vítaspyrnu og skilur ekki hvers vegna VAR skarst ekki í leikinn.

Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir United og sú staða sanngjörn. Í byrjun seinni hálfleiks skoraði Sergio Aguero fyrir Man City, en flaggið fór á langt og rangstaða dæmd. Í endursýningu var það ótrúlega tæpt, en VAR staðfesti rangstöðuna. Það má sjá hérna.

Stuttu síðar var Ederson næstum því búinn að gefa mark er hann átti hrikalega snertingu sem fór næstum því inn í eigið mark. Hann náði þó að bjarga andlitinu á síðustu stundu. Ekki besti leikur Ederson á ferlinum.

Gestirnir voru sterkari í seinni hálfleiknum, en United náði að standast pressuna. Undir lok leiksins gerði Ederson önnur slæm mistök þegar hann kastaði á varamanninn Scott McTominay sem skoraði með glæsilegu skoti og gulltryggði sigurinn. Lokatölur 2-0 og er Man Utd í fimmta sæti, þremur stigum frá Chelsea í fjórða sæti.

City er áfram í öðru sæti, en þessi úrslit þýða að Liverpool þarf aðeins tvo sigra til að landa Englandsmeistaratitlinum; sínum fyrsta Englandsmeistaratitli í 30 ár.

Athugasemdir
banner
banner
banner