Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 08. mars 2020 21:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Real Madrid tapaði gegn Real Betis
Tello, fyrrum leikmaður Barcelona, skoraði sigurmarkið.
Tello, fyrrum leikmaður Barcelona, skoraði sigurmarkið.
Mynd: Getty Images
Real Madrid er aftur komið í annað sæti spænsku úrvalsdeildarinnar eftir óvænt tap gegn Real Betis á útivelli í kvöld.

Real Madrid vann 2-0 sigur í El Clasico um síðustu helgi, en er núna tveimur stigum frá erkifjendum sínum í Barcelona.

Varnarmaðurinn Sidnei kom Betis yfir undir lok fyrri hálfleiksins, en Real jafnaði áður en flautað var til hálfleiks. Karim Benzema skoraði úr vítaspyrnu.

Staðan var 1-1 alveg fram á 82. mínútu, en þá skoraði Cristian Tello, fyrrum leikmaður Barcelona, sigurmarkið. Real Betis vann boltann slaka sendingu Benzema og refsaði. Lokatölur 2-1 fyrir Real Betis sem fer upp í 12. sæti La Liga.

Fyrr í kvöld vann Leganes 2-1 útisigur á Villarreal. Leganes er í 19. sæti, en Villarreal í því áttunda. Þess vegna frekar óvænt úrslit.

Villarreal 1 - 2 Leganes
1-0 Gerard Moreno ('5 )
1-1 Oscar ('47 )
1-2 Oscar ('70 , víti)

Betis 2 - 1 Real Madrid
1-0 Sidnei ('40 )
1-1 Karim Benzema ('45 , víti)
2-1 Cristian Tello ('82 )

Önnur úrslit:
Spánn: Athletic skoraði fjögur á útivelli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner