Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 08. mars 2021 15:30
Magnús Már Einarsson
Neville: Þetta er algjört hrun hjá Liverpool
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sérfræðingur Sky, segir eðlilegt að lið gangi í gegnum öldudal en hann segir að það sé meira í gangi hjá Liverpool en það.

Ensku meistararnir hafa tapað sex leikjum í röð á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni og eru núna í 8. sæti deildarinnar.

„Liverpool liðið hefur verið framúrskarandi undanfarin ár og náð ótrúlegum hæðum. Ég sagði fyrir nokkrum vikum að ég myndi fara varlega í að gagnrýna þá ef það kæmi smá dýfa eftir þrjú ár á flugi," sagði Neville.

„Þetta er fjórða árið. Við náðum aldrei fjórum árum hjá United - það kom alltaf dýfa. En þetta er ekki dýfa. Ef við tókum dýfu hjá United gátum við endað í öðru eða þriðja sæti."

„Þetta er hrun. Algjört hrun. Þeir eru skelfilegir í augnablikinu á allan hátt. Ég er ekki viss um hvað þetta er."

Athugasemdir
banner
banner
banner