banner
   mið 08. apríl 2020 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Færeyska deildin hefst aftur 9. maí
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefnt er á að hefja leik í færeysku deildinni þann 9. maí. Þá hefði, ef ekki væri fyrir heimsfaraldurinn, átta umferðum í deildinni átt að vera lokið.

Enginn hefur dáið í Færeyjum vegna kórónaverirunnar og er veiran svo gott sem útdauð segir Tróndur Arge í Twitter-færslu sinni. Hann segir þá að hann hafi ekki heyrt neitt annað en að stefnt sé að því að leika 27 umferðir.

Landamærum hafi verið lokuð og þjóðin eingangruð. Tróndur segir þetta góðar fréttir en segir þó að einhverjar efasemdir séu með þessa ákvörðun stjórnvalda.

Klaksvik sigraði deildina á síðustu leiktíð og B36 endaði í öðru sæti. Í kjölfarið komu tvö lið þjálfuð af Íslendingum en Guðjón Þórðarson stýrði NSI Runavik í 3. sætið og HB Torshavn undir stjórn Heimis Guðjónssonar endaði í 4. sæti. Heimir þjálfar í dag Val í Pepsi Max-deildinni en Guðjón er án starfs þessa stundina.


Athugasemdir
banner
banner