Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 08. maí 2020 06:00
Magnús Már Einarsson
Nettómót Keflavíkur 2020
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nettómót Keflavíkur fyrir 7.flokk kvenna fer fram helgina 6-7.júní. Mótið er haldið í fyrsta skipti í ár og er frábær skráning á mótið. Spilaður er 5 manna bolti og keppt er í Reykjaneshöllinni og á æfingasvæði Keflavíkur við Reykjaneshöllina. Spilað er allan laugardag og allan sunnudag og eru áætlaðir 8-10 leikir á hvert lið. Spilað er í hollum og liðin eru því ýmist að spila fótbolta eða saman í annarri skipulagðri afþreyingu eins og bíó, sund eða annað skemmtilegt.

Á mótinu eru ungar fótboltastelpur að stíga sín fyrstu skref og er markmið mótsins að þær fái að njóta þess að spila fótbolta með leikgleðina að leiðarljósi. Á mótinu er mikil áhersla lögð á félagslega þáttinn og verður mikið um að vera fyrir iðkendur til viðbótar við fótboltann.

Keflavík mun alfarið fylgja þeim tilmælum sem koma frá yfirvöldum og er skipulagning unnin í samráði við heilbrigðisyfirvöld og almannavarnir. Við höfum því lagt mikla vinnu í að skipuleggja mótið hjá okkur svo það geti farið fram samkvæmt þeim reglum sem eru gildandi án þess að það bitni á gæðum mótsins.

Við höfum laust pláss fyrir nokkur lið í viðbót! Skráning fer fram á netfanginu [email protected].

Staðfestingargjald fyrir hvert lið (ekki félag) er 10.000kr. Staðfestingargjald gildir fyrir einn liðsstjóra með hverju liði og ekkert er greitt fyrir þjálfara. Þátttökugjald fyrir hvern iðkanda er svo 14.900kr.

Innifalið í mótsgjöldum er:
Fullt af fótbolta! Gert er ráð fyrir 8-10 leikjum á lið
Verðlaunapeningur og mótsgjöf frá Nettó
Bíóferð í Sambíó
Frítt í Vatnaveröld alla helgina
Gisting í Holtaskóla
Hádegismatur og Kvöldmatur á laugardegi
Morgunmatur og Hádegismatur (Pizzaveisla frá Langbest) á sunnudegi
Kvöldvaka á laugardegi

Nánari upplýsingar og dagskrá koma fram á Facebook síðu mótsins
Athugasemdir
banner
banner