Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 08. maí 2021 21:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pepsi Max-deildin: Jason Daði eyðilagði partýið í Breiðholti
Jöfnunarmörk undir lokin
Jason Daði
Jason Daði
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Seiðkarlinn
Seiðkarlinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikir fóru fram í Pepsi Max-deildinni í kvöld og enduðu þeir allir með jafntefli.

Víkingur leiddi í 88 mínútur gegn ÍA en ÞÞÞ sá til þess að ÍA fékk stig með því að skora úr vítaspyrnu.

Á Domusnova vellinum komust Leiknismenn í 3-1 áður en Jason Daði sá til þess að Blikar náðu í stig.

Í Kórnum lentu heimamenn 0-2 undir en Stefan Ljubicic minnkaði muninn á 51. mínútu og seiðkarlinn Ásgeir Marteinsson jafnaði leikinn í uppbótartíma.

Víkingur er með fjögur stig eftir tvo leiki, HK og Leiknir eru með tvö stig. Fylkir, Breiðablik og ÍA eru svo með eitt stig.

HK 2 - 2 Fylkir
0-1 Djair Terraii Carl Parfitt-Williams ('5 )
0-2 Djair Terraii Carl Parfitt-Williams ('48 )
1-2 Stefan Alexander Ljubicic ('51 )
2-2 Ásgeir Marteinsson ('91 )
Lestu um leikinn

Leiknir R. 3 - 3 Breiðablik
0-1 Thomas Mikkelsen ('26 )
1-1 Máni Austmann Hilmarsson ('45 )
2-1 Henrik Emil Hahne Berger ('55 )
3-1 Sævar Atli Magnússon ('66 , víti)
3-2 Jason Daði Svanþórsson ('73 )
3-3 Jason Daði Svanþórsson ('90 )
Lestu um leikinn

ÍA 1 - 1 Víkingur R.
0-1 Helgi Guðjónsson ('1 )
1-1 Þórður Þorsteinn Þórðarson ('90 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner