Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 08. maí 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjöfaldir meistarar St. Pölten, Juventus tryggði titilinn og Svava á bekknum
Kristrún Rut og stöllur hennar urðu meistarar um síðustu helgi
Kristrún Rut og stöllur hennar urðu meistarar um síðustu helgi
Mynd: St. Pölten
Svava Rós
Svava Rós
Mynd: Quentin Salinier/Bordeaux
St. Pölten vann 4-0 sigur á Sudburgenland í austurrísku Bundesliga í morgun. Pölten varð meistari með sigri sínum um síðustu helgi. Kristrún Rut Antonsdóttir er leikmaður liðsins og lék síðustu tíu mínúturnar í leiknum í morgun.

Liðið er meistari sjöunda tímabilið í röð og hefur unnið alla sína sextán leiki á leiktíðinni.

Á Ítalíu léku þær Guðný Árnadóttir og Lára Kristín Pedersen allan leikinn í 2-0 tapi Napoli gegn Juventus í Serie A. Napoli er í fallhættu þegar tvær umferðir eru eftir. Sigurinn tryggði Juventus meistaratitilinn.

Í Svíþjóð var Hallbera Guðný Gísladóttir á sínum stað með fyrirliðabandið í vinstri bakverðinum þegar AIK gerði 2-2 jafntelfi gegn Hammarby á heimavelli. Hallbera lék allan leikinn. AIK er með fimm stig eftir fjóra leiki en fjórða umferðin fer fram um helgina.

Diljá Ýr Zomers var ónotaður varamaður hjá sænsku meisturunum í óvæntu tapi gegn Linköpings. Meistararnir í Häcken voru með sjö stig eftir fyrstu þrjá leikina en Linkopings skoraði eina mark leiksins á 19. mínútu.

Þá lék Andrea Celeste Thorisson Díaz fyrsta klukkutímann með Kalmar í tapi gegn Alingsas í B-deildinni. Kalmar er með sex stig eftir þrjá leiki.

Loks var Svava Rós Guðmundsdóttir mætt á varamannabekkinn hjá Bordeaux eftir tæplega fjögurra mánaða fjarveru vegna meiðsla. Svava kom ekki við sögu í 0-1 útisigri gegn Montpellier. Bordeaux mun enda í 3. sæti deildarinnar en tvær umferðir eru eftir af henni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner