Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 08. maí 2022 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Leikurinn á Santiago Bernabeu gefur okkur kraft til að vinna deildina"
Mynd: EPA

Manchester City á aðeins möguleika á einum titli í ár eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeildinni gegn Real Madrid í vikunni. Liðið mætir Newcastle í dag í ensku úrvalsdeildinni og nær þriggja stiga forystu á Liverpool með sigri.


Jack Grealish leikmaður Manchester City er handviss um að tapið gegn Real gefi liðinu kraft til að vinna ensku deildina.

„Já, 100%. Við eigum úrvalsdeildina eftir og þetta er í okkar höndum. Að mínu mati erum við besta liðið í deildinni því við viljum vinna titla. VIð setjum endalausa pressu á okkur sjálfa að vinna titla reglulega og félagið í heild hefur gert það."

„Við krossum fingur, við getum endað á því að lifta enska titilinum því leikurinn á Santiago Bernabeu gefur okkur klárlega kraft til að gera það," sagði Grealish í samtali við heimasíðu Manchester City.

Eins og fyrr segir getur City hreinlega farið langt með að tryggja titilinn með sigri í dag eftir að Liverpool gerði jafntefli gegn Tottenham í gær.



Athugasemdir
banner
banner