Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
   fim 08. júní 2023 12:00
Elvar Geir Magnússon
Zidane sagði nei takk við PSG
Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane.
Mynd: EPA
Zinedine Zidane var boðið að taka við Paris Saint-Germain fyrir næsta tímabil en hafnaði tilboðinu. Þetta segja franskir fjölmiðlar.

PSG er sagt vera að skoða þjálfaramál sín og Christophe Galtier gæti þurft að taka pokann sinn.

PSG hefur áður reynt að fá Zidane sem er sagður eiga sér þann draum að taka við franska landsliðinu. Didier Deschamps skrifaði hinsvegar undir nýjan samning í janúar og eitthvað er í að það starf losni.

Julian Nagelsmann, fyrrum stjóri Bayern München, er sagður vera á blaði hjá PSG. Einnig hafa Luis Enrique og Xabi Alonso verið nefndir.
Athugasemdir
banner
banner
banner