Jack Grealish, leikmaður enska landsliðsins og Manchester City, er að verða pabbi í fyrsta sinn. Hann og kærasta hans, Sasha Atwood, hafa tilkynnt að þau eigi von á sínu fyrsta barni.
Grealish greindi frá tíðindunum á Instagram með því að birta mynd af sér haldandi um magann á óléttri unnustu sinni og skrifaði við: 'Mesta blessun lífsins'.
Grealish greindi frá tíðindunum á Instagram með því að birta mynd af sér haldandi um magann á óléttri unnustu sinni og skrifaði við: 'Mesta blessun lífsins'.
Parið fór fyrst að hittast þegar þau voru í sama skóla í Solihull þegar þau voru táningar. Grealish var þá hjá Aston Villa.
Attwood starfar sem fyrirsæta og hefur unnið fyrir vörumerki á borð við L'Oreal, House of Fraser, Pretty Little Thing og Boohoo.
Grealish varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hann var ekki valinn í enska landsliðshópinn fyrir EM. Einhverjir sparkspekingar telja Gareth Southgate hafa gert mistök þar en flæðið í sóknarleik Englands á mótinu hefur ekki verið gott.
Athugasemdir