Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. ágúst 2018 14:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hamren og Raggi Sig eru hjá sömu umboðsskrifstofu
Hamren ætlar að ræða við varnarmanninn
Icelandair
Snýr Ragnar aftur?
Snýr Ragnar aftur?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson tilkynnti það eftir HM í Rússlandi að hann væri hættur að leika með íslenska landsliðinu.

Ragnar er einn besti varnarmaður í sögu íslenska landsliðsins og mynduðu hann og Kári Árnason líklega sterkasta miðvarðarpar sem íslenska þjóðin hefur séð í landsliðinu.

Í dag var nýr landsliðsþjálfari ráðinn, Svíinn Erik Hamren. Honum til aðstoðar verður Freyr Alexandersson.

Hamren sagði á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ að hann ætlaði að ræða við Ragga.

„Hann er frábær leikmaður og með mikilvæga eiginleika sem geta nýst liðinu," sagði Hamren aðspurður hvort hann ætlaði að ræða við varnarmanninn.

„Það var svipað með Zlatan á sínum tíma. Það er mjög mikilvægt að þegar leikmenn eru farnir að hugsa um að hætta, þá verður það að koma frá þeim, frá hjartanu. Ég get ekki sannfært hann, leikmaðurinn þarf að vilja vera áfram, ef hann vill vera áfram þá vil ég að sjálfsögðu hafa hann."

Athyglisvert er að Ragnar og Hamren eru báðir hjá sömu umboðsskrifstofu, MD Management, sem var stofnuð af Martin Dahlin, fyrrum landsliðsmanni Svíþjóðar. Marcus Allback, fyrrum aðstoðarstjóri Hamren hjá sænska landsliðinu, starfar líka hjá umboðsskrifstofunni.

Arnór Ingvi Traustason er líka á meðal þeirra leikmanna sem eru hjá umboðsskrifstofunni.



Athugasemdir
banner
banner