Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 08. ágúst 2022 08:15
Elvar Geir Magnússon
Lið 15. umferðar - Leifur og Stefán valdir í fimmta sinn
Lengjudeildin
Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, er í úrvalsliðinu í fimmta sinn.
Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, er í úrvalsliðinu í fimmta sinn.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Stefán Ingi er einnig í liðinu í fimmta sinn.
Stefán Ingi er einnig í liðinu í fimmta sinn.
Mynd: Twitter/valgeir29
15 umferðum er lokið í Lengjudeildinni og óhætt að segja að línur séu skýrar. Ekkert virðist geta komið í veg fyrir að HK og Fylkir leiki í Bestu deildinni á næsta tímabili.

HK fór í Mosfellsbæinn á föstudag og vann 1-0 útisigur gegn Aftureldingu. Stefán Ingi Sigurðarson skoraði eina mark leiksins. Tveir aðrir HK-ingar eru í liði umferðarinnar; markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson og fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson.

Rúnar Páll Sigmundsson í Fylki er þjálfari umferðarinnar en Árbæingar unnu 5-2 sigur gegn Grindavík. Emil Ásmundsson skoraði tvö mörk í leiknum (eitt töframark) og hinn nítján ára gamli Óskar Borgþórsson kom af bekknum og átti tvær stoðsendingar.



Orri Sigurjónsson í Þór er í vörn úrvalsliðsins eftir 1-0 sigur á Vestra og við hlið hans er Guðmann Þórisson í Kórdrengjum sem valinn var maður leiksins í markalausu jafntefli gegn Fjölni.

Þróttur Vogum gerði 1-1 jafntefli við Selfoss sem heldur áfram að síga niður töfluna. James Dale og Helgi Snær Agnarsson í Þróttaraliðinu eru í úrvalsliði umferðarinnar.

Þá vann KV þrusuflottan sigur gegn Gróttu 2-1 í nágrannaslag. Valdimar Daði Sævarsson skoraði fyrra mark KV og Hrafn Tómasson átti mjög góðan leik á miðjunni.

Fyrri úrvalslið Lengjudeildarinnar:
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner