Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 05. ágúst 2022 21:46
Brynjar Ingi Erluson
Emil skoraði mark tímabilsins á Íslandi - „Hvaða fokking rugl er þetta?"
Lengjudeildin
Emil Ásmundsson skoraði mark tímabilsins í Lengjudeildinni
Emil Ásmundsson skoraði mark tímabilsins í Lengjudeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Ásmundsson var að skora mark tímabilsins í Lengjudeildinni en hann jafnaði þá metin fyrir Fylki gegn Grindavík. Þetta var annað mark hans í leiknum.

Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  2 Grindavík

Fylkismenn voru 2-1 undir þegar Emil ákvað upp á eigin spýtur að skora markið umrædda.

Þórður Gunnar Hafþórsson átti fyrirgjöf frá hægri inn í teiginn og þá kastaði Emil sér upp í loft og klippti boltann efst í hægra hornið.

„VÁÁÁÁÁÁÁ MARK TÍMABILSINS ER KOMIÐ HÉR Í ÁRBÆNUM

Þórður kemur með sendinguna fyrir og jeremías og jenas hvað þetta var sturlað mark.

Emil tekur bara stökkið og ég get ekki líst þessu öðruvísi en að hann tekur skærisspyrnu frá enda teigsins sem syngur uppi í samskeytunum!

Takk fyrir mig!!!,"
skrifar Haraldur Örn Haraldsson í lýsingu Fótbolta.net.

Gjörsamlega tryllt mark og alveg óhætt að segja að þetta sé flottasta mark tímabilsins til þessa en markið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner