Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   sun 08. september 2019 18:58
Ester Ósk Árnadóttir
Ásmundur: Við þurftum að líta í eigin barm og menn gerðu það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábær sigur, góð liðsheild og vinnusemi hjá strákunum. Þetta var erfiður leikur að koma inn í og það var mikill barátta framan af. Frábær karakter að koma til baka og klára þetta með þessum hætti," sagði Ásmundur þjálfari Fjölnis eftir 1-7 sigur á Þór á Þórsvellinum í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  7 Fjölnir

Fjölnir lenti undir strax í upphafi leiks en jafnaði leikinn skömmu síðar.

„Það var mjög sterkt að ná marki snemma. Það var líka mjög sterkt að ná 3-1 fyrir hlé og ennþá sterkara að koma inn í seinni hálfleik og ná 4-1 og þá svona fjaraði þetta eiginlega út."

Liðið er á toppnum með 41 stig þegar tvær umferðir eru eftir.

„Við erum í góðri stöðu. Það eru tvær umferðir eftir og það er ekkert komið. Við þurfum að halda haus. Það verður hörku leikur næstu helgi þegar nágrannar okkar í Leikni koma í heimsókn í Grafarvoginn. Þeir eiga ennþá von á að komast upp þannig ég á von á hörkuleik þar."

Fjölnir átti erfitt uppdráttar í ágúst mánuði en hafa gert vel í síðustu tveimur leikjum og skorað 13 mörk.

„Þetta var svolítill naflaskoðum hjá hópnum í heild eftir að það kom lítið af stigum í ágúst hjá okkur. Við áttum jafnteflisleiki og töpuðum illla í Ólafsvík. Við þurftum bara að líta í eigin barm og menn gerðu það. Við ræddum vel málin og hvað við þyrftum að gera til að snúa þessu við. Menn hafa bara gert það. Svo hafa ungir strákar komið flott inn eins og Orri sem kemur inn í byrjunarliðið í síðasta leik og skorar tvö þar og tvö í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir