Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   sun 08. september 2019 18:58
Ester Ósk Árnadóttir
Ásmundur: Við þurftum að líta í eigin barm og menn gerðu það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábær sigur, góð liðsheild og vinnusemi hjá strákunum. Þetta var erfiður leikur að koma inn í og það var mikill barátta framan af. Frábær karakter að koma til baka og klára þetta með þessum hætti," sagði Ásmundur þjálfari Fjölnis eftir 1-7 sigur á Þór á Þórsvellinum í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  7 Fjölnir

Fjölnir lenti undir strax í upphafi leiks en jafnaði leikinn skömmu síðar.

„Það var mjög sterkt að ná marki snemma. Það var líka mjög sterkt að ná 3-1 fyrir hlé og ennþá sterkara að koma inn í seinni hálfleik og ná 4-1 og þá svona fjaraði þetta eiginlega út."

Liðið er á toppnum með 41 stig þegar tvær umferðir eru eftir.

„Við erum í góðri stöðu. Það eru tvær umferðir eftir og það er ekkert komið. Við þurfum að halda haus. Það verður hörku leikur næstu helgi þegar nágrannar okkar í Leikni koma í heimsókn í Grafarvoginn. Þeir eiga ennþá von á að komast upp þannig ég á von á hörkuleik þar."

Fjölnir átti erfitt uppdráttar í ágúst mánuði en hafa gert vel í síðustu tveimur leikjum og skorað 13 mörk.

„Þetta var svolítill naflaskoðum hjá hópnum í heild eftir að það kom lítið af stigum í ágúst hjá okkur. Við áttum jafnteflisleiki og töpuðum illla í Ólafsvík. Við þurftum bara að líta í eigin barm og menn gerðu það. Við ræddum vel málin og hvað við þyrftum að gera til að snúa þessu við. Menn hafa bara gert það. Svo hafa ungir strákar komið flott inn eins og Orri sem kemur inn í byrjunarliðið í síðasta leik og skorar tvö þar og tvö í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner