Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 08. september 2019 18:58
Ester Ósk Árnadóttir
Ásmundur: Við þurftum að líta í eigin barm og menn gerðu það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábær sigur, góð liðsheild og vinnusemi hjá strákunum. Þetta var erfiður leikur að koma inn í og það var mikill barátta framan af. Frábær karakter að koma til baka og klára þetta með þessum hætti," sagði Ásmundur þjálfari Fjölnis eftir 1-7 sigur á Þór á Þórsvellinum í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  7 Fjölnir

Fjölnir lenti undir strax í upphafi leiks en jafnaði leikinn skömmu síðar.

„Það var mjög sterkt að ná marki snemma. Það var líka mjög sterkt að ná 3-1 fyrir hlé og ennþá sterkara að koma inn í seinni hálfleik og ná 4-1 og þá svona fjaraði þetta eiginlega út."

Liðið er á toppnum með 41 stig þegar tvær umferðir eru eftir.

„Við erum í góðri stöðu. Það eru tvær umferðir eftir og það er ekkert komið. Við þurfum að halda haus. Það verður hörku leikur næstu helgi þegar nágrannar okkar í Leikni koma í heimsókn í Grafarvoginn. Þeir eiga ennþá von á að komast upp þannig ég á von á hörkuleik þar."

Fjölnir átti erfitt uppdráttar í ágúst mánuði en hafa gert vel í síðustu tveimur leikjum og skorað 13 mörk.

„Þetta var svolítill naflaskoðum hjá hópnum í heild eftir að það kom lítið af stigum í ágúst hjá okkur. Við áttum jafnteflisleiki og töpuðum illla í Ólafsvík. Við þurftum bara að líta í eigin barm og menn gerðu það. Við ræddum vel málin og hvað við þyrftum að gera til að snúa þessu við. Menn hafa bara gert það. Svo hafa ungir strákar komið flott inn eins og Orri sem kemur inn í byrjunarliðið í síðasta leik og skorar tvö þar og tvö í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner