Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 08. september 2019 18:43
Ester Ósk Árnadóttir
Bergsveinn: Er þetta ekki fræga Ketchup Effect
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég get ekki verið annað en ánægður eftir svona leik. Vinna 7-1 á erfiðum útivelli er bara ansi gott. Ég var óánægður að fá gult spjald og vera í banni í næsta leik en annars ótrúlega ánægður," sagði fyrirliði Fjölnis eftir 1-7 sigur á Þór á Þórsvellinum í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  7 Fjölnir

Eftir erfitt gengi að undanförnu er Fjölnir búið að sigra síðustu tvo leiki með nokkrum yfirburðum.

„Við erum búnir að sýna það í síðustu tveimur leikjum að þegar við erum í lagi þá erum við drullugóðir. Gott að klára þetta verkefni hér í dag."

Liðið hefur skorað 13 mörk í síðustu tveimur leikjum.

„Er þetta ekki fræga Ketchup effect þarna með glerflöskuna, kemur ekkert og svo sprautast allt út. Við vorum búnir að vera í smá þurrk þarna fyrir en þetta er bara frábært. Þegar við erum tilbúnir fyrir hvern annan er erfitt að eiga við okkur."

Fjölnir er á toppnum með 41 stig þegar tvær umferðir eru eftir.

„Þetta lítur vel út en það er ekkert komið enn. Við þurfum að einbeita okkur. Þurfum að koma okkur niður á jörðina eftir þennan leik sem við gerum bara á morgun og síðan verðum við bara að undirbúa okkur fyrir næsta leik. Það eru ennþá sex stig í pottinum og 5 stig í næsta lið þannig við eigum ekkert efni á að hugsa eitthvað lengra."

Bergsveinn fékk gult spjald í leiknum og verður því banni á móti Leiknir R. í næstu umferð.

„Það er ótrúlega sárt en við leysum það alveg. Það kemur bara maður í mann stað og ég verð mætur í stúkuna með einhver læti þannig ég legg mitt að mörkum þar."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner