Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   sun 08. september 2019 18:43
Ester Ósk Árnadóttir
Bergsveinn: Er þetta ekki fræga Ketchup Effect
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég get ekki verið annað en ánægður eftir svona leik. Vinna 7-1 á erfiðum útivelli er bara ansi gott. Ég var óánægður að fá gult spjald og vera í banni í næsta leik en annars ótrúlega ánægður," sagði fyrirliði Fjölnis eftir 1-7 sigur á Þór á Þórsvellinum í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  7 Fjölnir

Eftir erfitt gengi að undanförnu er Fjölnir búið að sigra síðustu tvo leiki með nokkrum yfirburðum.

„Við erum búnir að sýna það í síðustu tveimur leikjum að þegar við erum í lagi þá erum við drullugóðir. Gott að klára þetta verkefni hér í dag."

Liðið hefur skorað 13 mörk í síðustu tveimur leikjum.

„Er þetta ekki fræga Ketchup effect þarna með glerflöskuna, kemur ekkert og svo sprautast allt út. Við vorum búnir að vera í smá þurrk þarna fyrir en þetta er bara frábært. Þegar við erum tilbúnir fyrir hvern annan er erfitt að eiga við okkur."

Fjölnir er á toppnum með 41 stig þegar tvær umferðir eru eftir.

„Þetta lítur vel út en það er ekkert komið enn. Við þurfum að einbeita okkur. Þurfum að koma okkur niður á jörðina eftir þennan leik sem við gerum bara á morgun og síðan verðum við bara að undirbúa okkur fyrir næsta leik. Það eru ennþá sex stig í pottinum og 5 stig í næsta lið þannig við eigum ekkert efni á að hugsa eitthvað lengra."

Bergsveinn fékk gult spjald í leiknum og verður því banni á móti Leiknir R. í næstu umferð.

„Það er ótrúlega sárt en við leysum það alveg. Það kemur bara maður í mann stað og ég verð mætur í stúkuna með einhver læti þannig ég legg mitt að mörkum þar."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner