fim 08. september 2022 17:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Máni furðar sig á því að Eggert spilaði á kantinum - „Miklu betri en hinir á miðjunni"
Hann er frábær að spila á kanti en staðreynd málsins er sú að hann er besti miðjumaður Stjörnunnar.
Hann er frábær að spila á kanti en staðreynd málsins er sú að hann er besti miðjumaður Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni liggur sjaldan á skoðunum sínum.
Máni liggur sjaldan á skoðunum sínum.
Mynd: Fótbolti.net
Ummæli Mána Péturssonar um Stjörnuna vöktu athygli í Bestu stúkunni á Stöð 2 Sport á mánudagskvöld. Máni, sem er stuðninsmaður Stjörnunnar, var annar af sérfræðingum þáttarins og voru hann og Baldur Sigurðsson að ræða um slæmt gengi Stjörnunnar að undanförnu. Guðmundur Benediktsson stýrði umræðunum.

Stjarnan hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og á að hættu á að enda í neðra umspilinu þegar deildin tvískiptist eftir tvær umferðir. Rætt var um að Stjarnan hefði í þremur þessara tapleikja komið yfir og stutt var á milli tveggja marka hjá andstæðingnum í þeim öllum.

Í kjölfarið ræddi Máni um Eggert Aron Guðmundsson sem spilaði á hægri kantinum í leiknum gegn Keflavík á sunnudag.

„Þetta er ekki búið að vera gott hjá Stjörnunni, það verður alveg að segjast eins og er. Það er verið að gera alls konar tilraunastarfsemi í uppstillingu á liðinu og það er svolítið mikið verið að flakka. Stjarnan hefur tvisvar stillt upp sama liði milli leikja. Það hafa verið meiðsli. Menn voru að prófa nýjan framherja," sagði Máni en Tristan Freyr Ingólfsson spilaði frammi í fjarveru Emils Atlasonar. Máni hélt áfram.

„Eggert Aron er ekki kantmaður. Hann er frábær að spila á kanti en staðreynd málsins er sú að hann er besti miðjumaður Stjörnunnar. Þá er maður ekki að tala um að hann sé aðeins betri en hinir, hann er miklu betri en hinir leikmennirnir á miðjunni. Þetta meikar engan sens að setja okkar besta miðjumann á kantinn," sagði Máni.

Aðeins var rætt um þetta í Innkastinu þar sem 20. umferð deildarinnar var gerð upp.

„Þegar Eggert er að fá boltann út á kantinum þarf hann að gera svo mikið til að komast þangað þar sem hann er bestur," sagði Sigurður Orri Kristjánsson í þættinum.

„Hann gerði líka vel í bakverðinum. Ég myndi nota hann frekar í bakverði heldur en á kanti en fyrst og fremst inn á miðjunni," sagði Sverrir Mar Smárason.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan.
Innkastið - Níu eða tíu fingur og eitt stykki Beershot
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner