PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   sun 08. september 2024 14:18
Ívan Guðjón Baldursson
5. deild: Álftanes og Hafnir upp um deild
Mynd: Hafnir
Álftanes og Hafnir eru búin að tryggja sig upp úr 5. deild karla eftir sigra sína í úrslitakeppninni í gær.

Álftanes lagði Smára samanlagt 6-1 á meðan Hafnir sigruðu Mídas þægilega 6-0.

Liðin eigast við í úrslitaleik næsta fimmtudag en fara bæði upp í 4. deildina, á meðan Mídas og Smári keppa um þriðja sætið í 5. deild.

Skallagrímur og RB falla niður úr 4. deild og munu því keppa í 5. deild á næsta ári.

Mídas 0 - 3 Hafnir (0-6 samanlagt)
0-1 Kristófer Orri Magnússon ('9 )
0-2 Reynir Aðalbjörn Ágústsson ('44 )
0-3 Sigurbergur Bjarnason ('60 )

Álftanes 2 - 1 Smári (6-1 samanlagt)
1-0 Vladyslav Kudryavtsev ('28 )
2-0 Elvar Freyr Guðnason ('62 )
2-1 Gunnar Breki Myrdal Gunnarsson ('84 , Mark úr víti)
Athugasemdir
banner
banner