Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   sun 08. september 2024 09:30
Sölvi Haraldsson
Tilbúnir að kaupa hluta Boehly í Chelsea
Behdad Eghbali og Todd Boehly.
Behdad Eghbali og Todd Boehly.
Mynd: EPA

Clearlake Capital eru sagðir vilja kaupa þann hluta sem Todd Boehly á í Chelsea. Clearlake Capital eiga nú þegar stóran hluta í Chelsea en þeir vilja ekki selja þann hluta sem þeir eiga í félaginu.


Boehly er sagður íhuga það að selja hlutann sinn í Chelsea eftir einungis tvö ár á Stamford Bridge.

Samkvæmt Sky Sports hefur samband Behdad Eghbali, einn af eigendum Chelsea og stofnendum Clearlake Capital, og Todd Boehly versnað til muna undanfarin misseri. 

Bæði Eghbali og Todd Boehly eru að skoða málin. Clearlake og Eghbali munu ekki selja sinn 61.5% hlut í Chelsea undir neinum kringumstæðum. Ef öðrum fjárfestum langar að selja sinn hlut í félaginu eru Clearlake tilbúnir að hlusta á það.

Eigendur Chelsea hafa mikið verið í blöðunum og milli tannana á fólki seinustu mánuði og ár fyrir mjög áhugaverðar nálganir í félagsskipta glugganum og fleiru til. Todd Boehly hefur verið andlit fjárfestarana í fjölmiðlum en mun hann hverfa á brott í senn? Það gæti gerst.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner