Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 08. október 2019 15:37
Elvar Geir Magnússon
Liepaja, Lettlandi
Byrjunarlið Íslands gegn Lettlandi: Gunnhildur Yrsa í bakverði
Icelandair
Gunnhildur Yrsa leikur sem bakvörður.
Gunnhildur Yrsa leikur sem bakvörður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 17:00 hefst viðureign Lettlands og Íslands í undankeppni EM kvenna. Ísland er búið að vinna leikina sína tvo í riðlinum en Lettar eru án stiga.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum



Jón Þór Hauksson hefur opinberað byrjunarliðið. Gunnhildur Yrsa leikur í bakverðinum í dag og Dagný Brynjarsdóttir kemur inn í byrjunarliðið frá Frakkaleiknum.

Íslenska landsliðið mun leggja áherslu á að fá inn góðar fyrirgjafir í teiginn í Liepaja í dag.

„Ég geri ráð fyrir því að Lettar muni liggja mjög djúpt til baka. Við þurfum að fara utan á þær og vera klárar í teignum. Í leik okkar gegn Slóvakíu vorum við ekki nægilega ánægð með hreyfingarnar okkar inni í vítateignum og grimmd okkar þar. Við þurfum að vera þyrstar í boltann," segir Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari en viðtalið við hann má sjá í heild hér að neðan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner