Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 08. október 2019 12:09
Magnús Már Einarsson
Emil Hallfreðs: Þetta hefur gengið miklu hægar en ég átti von á
Icelandair
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson segist ennþá vera að bíða eftir rétta tilboðinu en hann hefur verið án félags síðan samnignur hans við Udinese rann út í sumar.

„Þetta hefur gengið miklu hægar en ég átti nokkurntímann von á. Ég er alltaf að vonast til að það komi eitthvað upp á borðið sem ég er ánægður með en hingað til hafa bara komið hlutir upp sem ég hef ekki getað sætt við mig. Ég er ennþá að bíða eftir rétta tilboðinu," sagði Emil við Fótbolta.net í dag

„Ég hef svolítið verið að bíða eftir Ítalíu, að réttu hlutirnir gerist þar. Ég er líka byrjaður að skoða allt í kringum mig en ég er ekki til í að taka hvað sem er."

Emil var í byrjunarliði í síðasta landsleik gegn Albaníu en síðan þá hefur hann unnið að því að halda sér í formi.

„Ég er búinn að æfa með FH og æfa sjálfur. Ég og Birkir (Bjarnason) höfum líka verið að æfa saman. Formið er fínt. Þó að ég hafi ekki verið að spila leiki þá hef ég verið duglegur að æfa og ég er í mjög góðu standi líkamlega."

Emil er í íslenska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn heimsmeisturum Frakka á föstudagskvöld. Emil er brattur fyrir þann leik.

„Við höfum alltaf gert góða hluti á móti stórum þjóðum og ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta gert það núna," sagði Emil.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner