Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   þri 08. október 2019 12:09
Magnús Már Einarsson
Emil Hallfreðs: Þetta hefur gengið miklu hægar en ég átti von á
Icelandair
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson segist ennþá vera að bíða eftir rétta tilboðinu en hann hefur verið án félags síðan samnignur hans við Udinese rann út í sumar.

„Þetta hefur gengið miklu hægar en ég átti nokkurntímann von á. Ég er alltaf að vonast til að það komi eitthvað upp á borðið sem ég er ánægður með en hingað til hafa bara komið hlutir upp sem ég hef ekki getað sætt við mig. Ég er ennþá að bíða eftir rétta tilboðinu," sagði Emil við Fótbolta.net í dag

„Ég hef svolítið verið að bíða eftir Ítalíu, að réttu hlutirnir gerist þar. Ég er líka byrjaður að skoða allt í kringum mig en ég er ekki til í að taka hvað sem er."

Emil var í byrjunarliði í síðasta landsleik gegn Albaníu en síðan þá hefur hann unnið að því að halda sér í formi.

„Ég er búinn að æfa með FH og æfa sjálfur. Ég og Birkir (Bjarnason) höfum líka verið að æfa saman. Formið er fínt. Þó að ég hafi ekki verið að spila leiki þá hef ég verið duglegur að æfa og ég er í mjög góðu standi líkamlega."

Emil er í íslenska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn heimsmeisturum Frakka á föstudagskvöld. Emil er brattur fyrir þann leik.

„Við höfum alltaf gert góða hluti á móti stórum þjóðum og ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta gert það núna," sagði Emil.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir