Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
   þri 08. október 2019 12:09
Magnús Már Einarsson
Emil Hallfreðs: Þetta hefur gengið miklu hægar en ég átti von á
Icelandair
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson segist ennþá vera að bíða eftir rétta tilboðinu en hann hefur verið án félags síðan samnignur hans við Udinese rann út í sumar.

„Þetta hefur gengið miklu hægar en ég átti nokkurntímann von á. Ég er alltaf að vonast til að það komi eitthvað upp á borðið sem ég er ánægður með en hingað til hafa bara komið hlutir upp sem ég hef ekki getað sætt við mig. Ég er ennþá að bíða eftir rétta tilboðinu," sagði Emil við Fótbolta.net í dag

„Ég hef svolítið verið að bíða eftir Ítalíu, að réttu hlutirnir gerist þar. Ég er líka byrjaður að skoða allt í kringum mig en ég er ekki til í að taka hvað sem er."

Emil var í byrjunarliði í síðasta landsleik gegn Albaníu en síðan þá hefur hann unnið að því að halda sér í formi.

„Ég er búinn að æfa með FH og æfa sjálfur. Ég og Birkir (Bjarnason) höfum líka verið að æfa saman. Formið er fínt. Þó að ég hafi ekki verið að spila leiki þá hef ég verið duglegur að æfa og ég er í mjög góðu standi líkamlega."

Emil er í íslenska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn heimsmeisturum Frakka á föstudagskvöld. Emil er brattur fyrir þann leik.

„Við höfum alltaf gert góða hluti á móti stórum þjóðum og ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta gert það núna," sagði Emil.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner