þri 08. október 2019 18:59
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM kvenna: Sex marka sigur á Lettum
Icelandair
Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fyrir Ísland
Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fyrir Ísland
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lettland 0 - 6 Ísland
0-1 Fanndís Friðriksdóttir ('17 )
0-2 Dagný Brynjarsdóttir ('29 )
0-3 Marija Ibragimova ('45 , sjálfsmark)
0-4 Elín Metta Jensen ('50 )
0-5 Alexandra Jóhannsdóttir ('81 )
0-6 Margrét Lára Viðarsdóttir ('90 )
Lestu nánar um leikinn

Íslenska kvennalandsliðið vann Lettland 6-0 í undankeppni Evrópumótsins í kvöld en spilað var í Liepaja.

Vallaraðstæður voru afar erfiðar en það hafði ekki áhrif á íslenska liðið. Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta markið á 17. mínútu með skalla í slá og inn eftir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur.

Á 29. mínútu átti íslenska liðið aukaspyrnu sem Hallbera Guðný Gísladóttir tók og var Dagný Brynjarsdóttir ákveðin í teignum og skoraði örugglega með skalla.

Þriðja
markið var heldur furðulegt en Fanndís Friðriksdóttir tók hornspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Marija Ibragimova, markvörður Lettlands, ætlaði að kýla boltann í burtu en kýldi hann í eigið net í staðinn.

Elín Metta Jensen gerði fjórða markið með góðu skoti úr teignum og Alexandra Jóhannsdóttir gerði þá sitt fyrsta landsliðsmark á 81. mínútu. Berglind Björg Þorvalsdóttir með stoðsendinguna með skalla.

Margrét Lára Viðarsdóttir átti svo lokaorðið með marki undir blálokin og 6-0 sigur staðreynd. Ísland í 2. sæti með 9 stig eða fullt hús stiga ásamt Svíum sem unnu sannfærandi 7-0 sigur á Slóvakíu í kvöld.

Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner