fim 08. október 2020 20:40
Fótbolti.net
Einkunnagjöf Íslands: Gylfi maður leiksins
Icelandair
Íslendingar fagna marki hjá Gylfa í kvöld.
Íslendingar fagna marki hjá Gylfa í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland lagði Rúmeníu 2-1 í umspili um sæti á EM á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland mætir Ungverjum í næsta mánuði í úrslitaleik um sæti á EM.

Hér má sjá einkunnir Fótbolta.net úr leiknum.



Hannes Þór Halldórsson 7
Hafði mjög lítið að gera. Átti ekki roð í vítaspyrnuna en var öruggur í sínum aðgerðum.

Guðlaugur Victor Pálsson 8
Er að negla stöðuna í hægri bakverðinum. Vann marga bolta í loftinu og átti magnaðan sprett í síðari hálfleiknum.

Kári Árnason 8 (86)
Frábær eins og alltaf í landsleikjum. Fór meiddur af velli undir lokin.

Ragnar Sigurðsson 7
Öflugur að venju við hlið Kára. Fékk á sig umdeilda vítaspyrnu.

Hörður Björgvin Magnússon 7
Traustur í vinstri bakverðinum.

Jóhann Berg Guðmundsson 8 (83)
Hættulegur með boltann. Átti sendinguna á Gylfa í fyrra markinu.

Aron Einar Gunnarsson 8
Öflug fyrirliða frammistaða á miðjunni. Gat tekið meiri þátt í sóknarleiknum en oft áður með Birki sér við hlið.

Birkir Bjarnason 8
Mikið í boltanum. Kann mjög vel við sig á miðjunni.

Arnór Ingvi Traustason 7
Mjög vinnusamur. Flott frammistaða.

Gylfi Þór Sigurðsson 9
Gerði gæfumuninn í leiknum. Skoraði tvö stórkostleg mörk með vinstri fæti. Afgreiðslur í heimsklassa.

Alfreð Finnbogason 8
Lagði upp síðara markið á Gylfa með magnaðri sendingu. Skoraði en var dæmdur rangstæður. Mjög tæpt.

Varamenn

Kolbeinn Sigþórsson (75)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Rúnar Már Sigurjónsson (83)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Sverrir Ingi Ingason (86)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner