Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 08. október 2021 18:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann er í liðinu núna á gömlu orðspori"
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Guðjónsson, fyrrum landsliðsmaður, hefði viljað sjá öðruvísi miðju hjá íslenska landsliðinu í leiknum gegn Armeníu sem hefst núna 18:45.

Guðlaugur Victor Pálsson byrjar inn á miðsvæðinu og fyrir framan hann eru Birkir Bjarnason og Þórir Jóhann Helgason.

Ísak Bergmann Jóhannesson, sem hefur verið að spila mjög vel með FC Kaupmannahöfn í Danmörku, byrjar á bekknum að þessu sinni. Bjarni, sem er föðurbróðir Ísaks, hefði viljað sjá öðruvísi miðju í kvöld.

„Eftir að hann (Ísak) fór héðan síðast þá skipti hann um félag og fer til stærsta félags í Skandinavíu. Hann er búinn að standa sig frábærlega eftir að hann kom þangað. Þórir Jóhann var frábær í síðasta leik," sagði Bjarni á RÚV.

„Svo ertu með annan inn á miðjunni sem var alls ekki góður síðast. Hann er í liðinu núna á gömlu orðspori. Ég hefði frekar viljað sjá Birki Bjarnason djúpan fyrir Guðlaug Victor. Hafa þá Ísak og Þóri með Birki á miðjunni; alvöru hlaupageta, kraftur og gæði."

Hægt er að fara í beina textalýsingu frá leiknum með því að
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Athugasemdir
banner
banner
banner