West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
   mið 08. október 2025 09:15
Elvar Geir Magnússon
„Við finnum að áhuginn er orðinn miklu meiri“
Eimskip
Það er uppselt á Laugardalsvöll.
Það er uppselt á Laugardalsvöll.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sævar Atli á landsliðsæfingu í gær.
Sævar Atli á landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland mætir Úkraínu á föstudaginn og svo Frakklandi næsta mánudag í undankeppni HM. Báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli og uppselt á þá.

Sævar Atli Magnússon, leikmaður Brann og íslenska landsliðsins, segir að leikmenn finni vel fyrir auknum áhuga og stuðningi frá þjóðinni.

„Skemmtilegustu gluggarnir eru þegar það eru tveir heimaleikir í röð og við þurfum ekki að ferðast neitt, vera bara á Íslandi. Tveir mikilvægir leikir og uppselt á þá báða. Þetta gæti eiginlega ekki verið betra," segir Sævar. Hann segir að það gefi liðinu mikið að það sé uppselt.

„Það var síðast uppselt þegar Ronaldo mætti. Það er mikilvægt að það sé uppselt á Úkraínuleikinn. Það er stórleikur og fólk finnur fyrir því. Við finnum fyrir því að áhuginn á liðinu er orðinn miklu meiri og það er geðveikt fyrir okkur. Við getum ekki beðið eftir því að spila."

Erum að þróa eitthvað og erum að verða betri
Ísland er í öðru sæti riðilsins en það mun gefa þátttökurétt í umspili fyrir HM.

„Fólk sér að það er eitthvað í gangi, við erum að þróa eitthvað og erum að verða betri í því sem við erum að æfa okkur í. Eins og sást í síðasta glugga þar sem við vorum nálægt því að fá stig gegn Frökkum. Áhuginn á Íslandi á að vera mikill og það er líka undir okkur komið að spila vel," segir Sævar.

Úkraína ætlar sér annað sætið í riðlinum. Hvernig mun leikurinn á föstudaginn þróast?

„Þeir munu örugglega koma rólega inn í þetta og sjá hvernig við munum spila, það verða örugglega þreifingar fyrst en svo er þetta mjög mikilvægur leikur. Ég held að þetta verði góður leikur, völlurinn er orðinn mjög góður og hægt að spila flottan fótbolta. Ég býst við hörkuleik."

Í viðtalinu, sem má sjá hér að neðan, tjáir Sævar sig einnig um leikinn gegn Frökkum og segir ljóst að það verði ekkert vanmat í þeim eftir leikinn gegn Íslandi í París í síðasta glugga.
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 2 2 0 0 4 - 1 +3 6
2.    Ísland 2 1 0 1 6 - 2 +4 3
3.    Úkraína 2 0 1 1 1 - 3 -2 1
4.    Aserbaísjan 2 0 1 1 1 - 6 -5 1
Athugasemdir
banner