Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 08. nóvember 2022 08:27
Elvar Geir Magnússon
Eriksen í danska HM hópnum - Enn fimm sæti laus
Simon Kjær og Christian Eriksen.
Simon Kjær og Christian Eriksen.
Mynd: Getty Images
Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins.
Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins.
Mynd: EPA
Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Danmerkur, hefur kynnt 21 leikmann af þeim 26 sem verða í HM hópnum í Katar. Hinir fimm í hópnum verða opinberaðir í lok komandi helgar.

„Það er margt sem getur gerst og mér fannst þetta besta aðferðin. Það eru tveir leikir eftir hjá mörgum af okkar leikmönnum og staðan gæti auðveldlega breyst. Það eru tíu til tólf í myndinni fyrir þessi fimm sæti sem eru laus," segir Hjulmand.

Meðal leikmanna sem eru í hópnum sem hefur verið staðfestur er Christian Eriksen, leikmaður Manchester United.

Eriksen er þrítugur og talaði um það að draumur sinn væri að spila með danska liðinu á HM eftir að lífi hans var bjargað inni á vellinum þegar hann fór í hjartastopp í leik gegn Finnlandi á EM alls staðar.

Danmörk leikru gegn Túnis í fyrsta leik sínum í D-riðli þann 22. nóvember. Síðan bíða leikir gegn heimsmeisturum Frakklands og Ástralíu í riðlinum.

Þessir 21 fara á HM með danska liðinu, fimm eiga eftir að bætast við:

Markverðir: Kasper Schmeichel (Nice), Oliver Christensen (Hertha Berlin).

Varnarmenn: Simon Kjær (AC Milan), Joachim Andersen (Crystal Palace), Joakim Mæhle (Atalanta), Andreas Christensen (Barcelona), Rasmus Kristensen (Leeds United), Jens Stryger Larsen (Trabzonspor), Victor Nelsson (Galatasaray), Daniel Wass (Bröndby).

Miðjumenn: Thomas Delaney (Sevilla), Mathias Jensen (Brentford), Christian Eriksen (Manchester United), Pierre-Emile Höjbjerg (Tottenham).

Sóknarmenn: Andreas Skov Olsen (Club Brugge), Jesper Lindström (Eintracht Frankfurt), Andreas Cornelius (Copenhagen), Martin Braithwaite (Espanyol), Kasper Dolberg (Sevilla), Mikkel Damsgaard (Brentford), Jonas Wind (VfL Wolfsburg).


Athugasemdir
banner
banner
banner