sun 08. desember 2019 19:33
Arnar Helgi Magnússon
Danmörk: Mikael hafði betur gegn Hirti í Íslendingaslag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði Midtjylland sem hafði betur gegn Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Hjörtur Hermannsson leikur með Bröndby en hann byrjaði á varamannabekknum en kom inn á í síðari hálfleik.

Eftir fyrri hálfleikinn var staðan markalaus. Þegar klukkutími var liðinn af leiknum kom Awer Mabil gestunum yfir en það tók ekki nema fjórar mínútur fyrir heimamenn í Bröndby að jafna.

Hjörtur kom inn á á 76. mínútu og á sama tíma yfirgaf Mikael Anderson völlinn.

Sigurmark leiksins kom á 82. mínútu en þar var að verki Frank Onyeka. Lokatölur 1-2, gestunum í vil.

Midtjylland með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar en lið Hjartar, Bröndby, er í því fjórða.
Athugasemdir
banner
banner
banner