sun 08. desember 2019 15:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Samúel Kári og Axel Óskar bikarmeistarar
Samúel Kári Friðjónsson.
Samúel Kári Friðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Samúel Kári Friðjónsson varð í dag norskur bikarmeistari með Viking Stavangri. Axel Óskar Andrésson er einnig á mála hjá félaginu, en hann er meiddur.

Viking mætt Haugesund á Ullevaal Stadion, þjóðarleikvangi Norðmanna, í úrslitaleiknum í dag.

Það var aðeins eitt mark skorað í leiknum og það gerði Zlatko Tripić úr vítaspyrnu snemma í seinni hálfleiknum, nánar tiltekið á 51. mínútu leiksins.

Samúel Kári byrjaði leikinn á bekknum, en kom inn á sem varamaður á 75. mínútu og hjálpaði sínu liði að landa sínum sjötta bikarmeistaratitil, þeim fyrsta frá árinu 2001. Viking hafnaði í fimmta sæti í norsku úrvalsdeildinni, en deildin kláraðist um síðustu helgi.

Samúel er í láni hjá Viking frá Vålerenga.

Við minnum á það að hann er með áritaða Viking FK treyju á lottó uppboði. Ágóði mun renna til Styrktarfélags Krabbameinssjúkra Barna. Miðinn kostar aðeins 1000kr og getur þú nælt þér í hann á http://charityshirts.is.

Vinningshafi verður dreginn út á morgun, 9 desember kl 19:00!

View this post on Instagram

CHAMPIONS 🤷🏽‍♂️🏆

A post shared by Samúel Kári Friðjónsson (@fridjonsson22) on


Athugasemdir
banner
banner