sun 08. desember 2019 10:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tevez var strítt og Rooney gaf honum því Lamborghini
Tevez og Rooney náðu vel saman.
Tevez og Rooney náðu vel saman.
Mynd: Getty Images
Carlos Tevez var aðhlátursefni hjá Manchester United fyrir að keyra um á Audi-bifreið áður en Wayne Rooney steig inn í og gaf honum Lamborghini.

Tevez segir frá þessu í viðtali við ESPN.

Hinn argentíski Tevez gekk í raðir United árið 2007 og var hann hluti af liðinu sem vann Meistaradeildina í Moskvu árið 2008.

„Leikmenn mættu á æfingar hjá Manchester United í Ferrari eða Lamborghini," sagði Tevez. „Allir, jafnvel versti leikmaðurinn, áttu Ferrari."

„Ég mætti í Audi sem félagið gaf þér og mér var strítt út af því. Það var eins og ég væri að keyra um á Fiat 600."

„Ég talaði við Rooney og, eins og klikkaður náungi og hann er, þá sagði hann mér að 'taka Lamborghini-bílinn'. Ég keyrði um Manchester á bílnum hans, hann gaf mér hann."

Tevez, sem spilar núna fyrir Boca Juniors, náði vel saman við Rooney út af svipuðum bakgrunni þeirra.

„Ég tengdi mjög vel við hann vegna þess hvaðan hann kom, úr fátæku hverfi úr Liverpool. Hann barðist alltaf fyrir boltanum eins og það væri það síðasta sem hann gerði, og ég spilaði þannig líka."

Rooney er í dag hjá Derby County þar sem hann spilar og er í þjálfarateyminu. Hann má byrja að spila fyrir Derby í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner