banner
   mið 08. desember 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ajax hefur áhuga á Henderson
Dean Henderson.
Dean Henderson.
Mynd: Getty Images
Hollenska stórliðið Ajax hefur áhuga á því að fá markvörðinn Dean Henderson á láni frá Manchester United.

Þetta kemur fram hjá staðarmiðlinum Manchester Evening News. Þar segir að Ajax sé áhugasamt um að fá Henderson lánaðan í janúar.

David de Gea hefur átt stórkostlegt tímabil í marki Man Utd og því hefur Henderson þurft að sitja á bekknum.

Henderson hefur aðeins spilað einn leik á tímabilinu og hann er sagður opinn fyrir því að fara á láni í sex til 18 mánuði.

United er ekki búið að taka ákvörðun um að leyfa Henderson að fara. Hann munv væntanlega spila gegn Young Boys í Meistaradeildinni í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner