Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 08. desember 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gummi Magg Fram-lengir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Magnússon hefur framlengt samning sinn við Fram. Samningurinn gildir til tveggja ára eða út tímabilið 2023.

Guðmundur sneri aftur til Fram fyrir síðasta tímabil og átti þátt í frábæru gengi Framliðsins síðasta sumar.

Sóknarmaðurinn er þrítugur að aldri og uppalinn í Fram. Hann lék með félaginu til ársins 2014 er hann gekk til liðs við Víking í Ólafsvík. Guðmundur hefur einnig leikið með HK, Keflavík, ÍBV og Grindavík á sínum ferli. Alls hefur Guðmundur leikið 167 leiki fyrir Fram og skorað í þeim 55 mörk.

Í sumar skoraði hann sjö mörk í 22 leikjum þegar Fram endaði efst í Lengjudeildinni og setti stigamet.

„Knattspyrnudeild Fram fagnar því að hafa Guðmund áfram í sínum röðum og það er ljóst að reynsla hans og gæði koma til með að nýtast félaginu vel á næstu árum í deild þeirra bestu," segir í tilkynningu Fram.
Athugasemdir
banner