mið 08. desember 2021 15:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samningur Bjarna að renna út - Áfram á Norðurlöndunum
Mynd: Lars Jacobsson
Bjarni Mark Antonsson Duffield er að verða samningslaus hjá Brage en hann hefur spilað með liðinu undanfarin ár.

Brage er í næstefstu deild í Svíþjóð og endaði í 10. sæti á liðinni leiktíð emeð 39 stig í 30 leikjum. Liðið vann síðustu þrjá leiki sína á tímabilinu.

Bjarni, sem er 25 ára miðjumaður, kom við sögu í 22 leikjum á tímabilinu og skoraði eitt mark.

Hann er Siglfirðingur og lék með KA áður en hann hélt í atvinnumennsku eftir tímabilið 2018. Í janúar 2020 var hann valinn í A-landsliðið í fyrsta sinn og lék tvo leiki.

Sjá einnig:
Fylgdi lönguninni, flutti erlendis og vann sig upp í fótboltaheiminum

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er ólíklegt að hann verði áfram hjá Brage en líklegast er að hann semji annað hvort við sænskt eða danskt félag. Íslensk lið hafa einnig sýnt Bjarna áhuga.
Athugasemdir
banner
banner
banner