Fjórða umferðin í A og B riðli í Meistaradeild kvenna fer fram í kvöld.
PSG getur komið sér í góða stöðu í A riðli með sigri á albanska liðinu Vllaznia á útivelli. PSG er í 2. sæti með jafn mörg stig og Real Madrid sem er í 3. sæti.
Berglind Björg Þorvalsdóttir er leikmaður PSG en hún kom við sögu í tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum með PSG og svo ekki söguna meir.
Real Madrid fær Chelsea í heimsókn kl. 20 og getur Chelsea tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum með sigri.
í B-riðli er toppslagur í Þýskalandi þegar Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í Wolfsburg fá Roma í heimsókn. Liðin eru jöfn að stigum en Wolfsburg í efsta sæti eftir jafntefli á Ítalíu í síðustu umferð.
Svo klukkan 20 mætast St. Polten frá Austurríki og Slavia Prag en St. Polten getur sett góða pressu á tapliðið úr fyrri viðureign dagsins með sigri.
CHAMPIONS LEAGUE: Group stage - Women
17:45 Vllaznia W - PSG W
17:45 Wolfsburg - Roma W
20:00 Real Madrid W - Chelsea W
20:00 St. Polten W - Slavia Praha W