Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
banner
   fös 08. desember 2023 14:29
Elvar Geir Magnússon
Guardiola hugsi yfir gangi mála hjá City
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Mynd: EPA
Pep Guardiola hitti fjölmiðla á fréttamannafundi í dag og segir Simon Stone, fréttamaður breska ríkisútvarpsins sem var viðstaddur fundinn, að það væri greinilegt að hann væri þungt hugsi yfir gangi mála hjá Manchester City.

City tapaði verðskuldað 1-0 gegn Aston Villa í vikunni en þar á undan höfðu meistararnir gert þrjú jafntefli í röð.

„Þetta var óvenju langur fundur hjá Pep Guardiola. Nokkur svör hans voru mjög löng. Hann er klárlega að hugsa mikið um stöðuna á liðinu, hvernig gengið hefur verið og af hverju úrslitin hafa ekki verið góð að undanförnu,“ segir Stone.

Guardiola sagði að liðinu vantaði stöðugleika og þá væri sköpunarmáttur liðsins ekki nægilega öflugur.

„Hann sagði að í gegnum síðustu ár hefði liðið oft spilað verr en samt unnið leikina. Hann benti einnig á að liðið hefði ekki verið að tapa stigum gegn veikum andstæðingum, gegn Chelsea, Liverpool, Tottenham og Aston Villa."

„Þetta snýst ekki bara um að Rodri vanti, Gundoga sé farinn eða Mateo Kovacic sé meiddur. Hann vill fá sína leikmenn til að skilja það af hverju liðið hefur ekki verið að vinna, og skilji hversu mikla vinnu þarf til að komast aftur á beinu brautina."
Enski boltinn - Up the Villa!
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 4 5 27 17 +10 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Newcastle 17 7 4 6 23 20 +3 25
10 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
11 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
12 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner