Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   fös 08. desember 2023 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Bold.dk 
Lyngby í viðræðum um kaup á Andra Lucasi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Andri Lucas Guðjohnsen er á láni hjá Lyngby frá Norrköping en viðræður eru í gangi um að hann gangi alfarið til liðs við Lyngby.


Niclas Kjeldsen yfirmaður íþróttamála hjá Lyngby var til viðtals hjá Bold.dk þar sem hann ræddi möguleikann á að festa kaup á Andra.

„Við viljum klára þetta en það er ekki bara hægt að ýta á einn takka. Það þarf að standast kröfur í samningnum og fara eftir lögum en ég ætla ekki að láta þér leiðast og útskýra það, við viljum ná samkomulagi við Norrköping og Andra," sagði Kjeldsen.

Hann segir m.a. að tíðar landsliðsferðir hjá Andra hafi tafið fyrir ferlinu en íslenski landsliðsmaðurinn hefur farið í þrjú landsliðsverkefni að undanförnu.

Þessi 21 árs gamli framherji hefur spilað 16 leiki fyrir Lyngby og skorað átta mörk. Lyngby er í 7. sæti í efstu deild í Danmörku með 20 stig eftir 17 leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner