Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   fös 08. desember 2023 23:42
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag um Sancho: Hann veit hvað hann þarf að gera
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, veit hvað hann þarf að gera til að snúa aftur í leikmannahópinn, en þetta sagði Erik ten Hag, stjóri félagsins, á blaðamannafundi í dag.

Sancho hefur ekkert æft né spilað með aðalliði United síðan í lok ágúst eða frá því hann gagnrýndi Ten Hag á samfélagsmiðlum.

Englendingurinn hefur til þessa neitað að biðjast afsökunar á framferði sínu, en það er hins vegar það sem hann þarf að gera til að snúa aftur í hópinn.

BILD og fleiri þýskir miðlar hafa greint frá því að Borussia Dortmund og Manchester United séu að ræða það að skiptast á leikmönnum í janúar. Sancho færi aftur til Dortmund og Donyell Malen myndi fara í hina áttina.

Ten Hag var spurður nánar út í þær sögur á blaðamannafundinum.

„Hann veit hvað hann þarf að gera og algerlega undir honum komið ef hann vill snúa aftur,“ sagði Ten Hag.

„Þetta snýst um menninguna þar sem allir leikmenn verða að passa við ákveðin staðal og um það snýst málið,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner