Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   sun 08. desember 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
„Fótboltinn minn og hans passa kannski ekki saman“
Axel Óskar Andrésson í leik með KR.
Axel Óskar Andrésson í leik með KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Axel Óskar Andrésson rifti samningi sínum við KR eftir aðeins eitt ár í Vesturbænum. Axel, sem skrifaði undir hjá uppeldisfélagi sínu Aftureldingu á dögunum, segir að ákvörðunin um riftun hafi verið tekin eftir spjall við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR.

Óskar tók við KR á liðnu sumri og segir Axel að sinn leikstíll hafi ekki passað í hugmyndafræði þjálfarans.

„Ég rifti bara vegna þess að Óskar og ég áttum frábært spjall. Ég virði Óskar mjög mikið sem þjálfara og ég elska fótboltann hans en kannski passar fótboltinn minn og hans ekki alveg saman," sagði Axel við Fótbolta.net þegar hann var kynntur í Mosfellsbænum.

„Ég hugsaði að einhverstaðar annarsstaðar væru styrkleikar mínir betur nýttir. Alls ekki í neinu slæmu við KR eða neitt. Ég bara elska KR, frábær klúbbur. En það er meginástæða þess að þetta var ekki lengra."

Axel fékk talsverða gagnrýni á síðasta tímabili en er spenntur fyrir komandi tímabili með uppeldisfélagi sínu í efstu deild.
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner