Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   sun 08. desember 2024 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Hvernig getur maður útskýrt þetta?"
Mynd: Getty Images

Það var ótrúlegur leikur þegar Leicester og Brighton skildu jöfn.

Brighton komst í 2-0 þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma en Jamie Vardy skoraði og lagði upp síðan jöfnunarmarkið á Bobby De Cordova Reid í uppbótatíma og tryggði Leicester þar með stig.

Fabian Hurzeler, stjóri Brighton, var að vonum mjög svekktur í leikslok.


 „Hvernig getur maður útskýrt þetta? Svona er fótboltinn stundum. Við verðum að læra af þessu því við höfum lent í þessu áður. Við þurfum að vera þroskaðari og klára leikina. Það er ekki hægt að útskýra þetta, við getum líka séð þetta sem tækifæri til að sýna karakter," sagði Hurzeler eftir leikinn.

„Við fengum nóg að færum til að vera með meira forskot. Við verðum að passa okkur að tala um frammistöðu. Við verðum að treysta þróuninni og við munum horfa til baka á það jákvæða. Það eru engar afsakanir, þetta er okkur að kenna og við verðum að taka ábyrgð. Ég er ekki maður sem leitar að afsökunum."


Athugasemdir
banner
banner
banner