Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   sun 08. desember 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Spánn í dag - Atlético Madríd tekur á móti Sevilla
Mynd: EPA
Fjórir leikir eru spilaðir í 16. umferð La Liga á Spáni í dag.

Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad heimsækja Leganes klukkan 13:00. Orri hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur, en óljóst er hvenær hann verður klár í slaginn.

Athletic tekur á móti Villarreal klukkan 15:15 áður en Osasuna mætir Alaves rúmum tveimur tímum síðar.

Atlético Madríd og Sevilla ljúka deginum á Wanda Metropolitano-leikvanginum í Madríd.

Leikir dagsins:
13:00 Leganes - Real Sociedad
15:15 Athletic - Villarreal
17:30 Osasuna - Alaves
20:00 Atletico Madrid - Sevilla
Athugasemdir
banner
banner