Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   sun 08. desember 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Vildu halda "Dani" hjá Barcelona - „Bundum miklar vonir við hann“
Daníel Tristan var talinn einn sá allra efnilegasti í La Masia-akademíunni
Daníel Tristan var talinn einn sá allra efnilegasti í La Masia-akademíunni
Mynd: Marca
Mynd: Twitter
Daníel Tristan er á mála hjá Malmö
Daníel Tristan er á mála hjá Malmö
Mynd: Malmö
„Í hvert einasta skipti sem við fórum á mót þá var alltaf kallað „Sjáið, þarna er sonur Guðjohnsen“, en það hafði aldrei nein áhrif á Dani,“ sagði Dani Horcas, fyrrum þjálfari Daníels Tristans Guðjohnsen hjá Barcelona, en hann talaði um tíma sóknarmannsins í viðtali við heimasíðu Malmö.

Horcas var einn af tveimur þjálfurum sem voru fengnir til að ræða um Daníel og hæfileika hans sem var hluti af langri grein sem sænska félagið gerði í tilefni af því að hann framlengdi samning sinn til 2028.

Við birtum í morgun viðtalið við Gonzalo Cuenca sem þjálfaði hann hjá Real Madrid og nú er komið að Horcas sem þjálfaði Daníel í La Masia-akademíunni hjá Barcelona en hann hefur þjálfað leikmenn á borð við Lamine Yamal, Takefusa Kubo og Ansi Fati.

Daníel spilaði sitt fyrsta tímabil með La Masia aðeins 9 ára gamall og varð markahæstur á fyrsta tímabili sínu þar með 34 mörk í 31 leik, en Horcas segist muna vel eftir ljóshærða framherjanum.

„Við spiluðum gegn mótherjum sem voru árinu eldri og Dani var einn af bestu leikmönnum liðsins. Hann var markahæstur í deildinni.“

„Hann var augljós leiðtogi en á sama tíma alltaf glaður og að grínast. Hann elskaði að grínast og dreifa gleði, sem gerði hann að mikilvægum leiðtoga, meira að segja utan vallar,“
sagði Horcas.

Á þessum tíma var faðir hans, Eiður Smári, á mála hjá Barcelona þar sem hann varð bikar- og Evrópumeistari. Margir lögðu því saman tvo og tvo þegar þeir sáu glókollinn hann Daníel á mótum.

„Í hvert einasta skipti sem við fórum á mót þá var alltaf kallað „Sjáið, þarna er sonur Guðjohnsen“, en það hafði aldrei nein áhrif á Dani.“

Daníel og fjölskylda hans fluttust búferlum til Madrídar árið 2012 og fór því svo að hann gekk í raðir Real Madrid. Horcas segir að félagið hafi viljað halda honum áfram. Marca sagði frá því á þeim tíma að viðræður hafi ekki gengið upp á milli Barcelona og fulltrúa Daníels og því hafi hann farið til Real Madrid, en hann var sagður efnilegasti leikmaður akademíunnar og áfallið mikið að missa hann.

„Hann var mikilvægur leikmaður fyrir okkur og bundum við miklar vonir við hann, en hann yfirgaf Barcelona og samdi við Real Madrid þar sem fjölskyldan fluttist til Madrídar.“

Horcas hafði heyrt af þrennunni sem Daníel skoraði í bikarleik gegn Torslanda á dögunum og sagði að honum væru allir vegir færir svo lengi sem hann heldur í hógværðina og leggur sig allan fram.

„Ef hann heldur áfram að vera hógvær og leggja hart að sér þá mun hitt gerast að sjálfu sér, en fótboltahæfileikarnir eru klárlega til staðar,“ sagði Horcas í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner