lau 09. janúar 2021 09:00
Aksentije Milisic
Solskjær: Hef sagt við Donny hversu mikið við metum hann
Á góðri stundu.
Á góðri stundu.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur sagt frá því að hann hefur talað við Donny van de Beek og sagt við hann hversu mikið félagið kann að meta hann.

De Beek hefur einungis byrjað 8 leiki hjá United á þessari leiktíð og vilja sumir hollenskir fjölmiðlar að hann komi sér burt frá félaginu.

Þá sagði Ronald De Boer, landsliðsþjálfari Hollands, að de Beek verði að tala við stjórnina hjá United og komast að einhverri niðurstöðu. De beek er sagður pirraður og neitar að tala við fjölmiðla.

„Það eru mörg dæmi um leikmenn sem þurfa smá tíma. Góðir leikmenn sem hafa þurft tíma, dæmi hjá okkar klúbbi og mörgum öðrum," sagði Norðmaðurinn geðþekki.

„Þú býst ekki við því að fólki sem þykir vænt um hann, segi ekkert, á meðan hann fær ekki að spila. Donny spilar í dag, það er annað tækifæri fyrir hann. Ég hef talað við hann og sagt hversu mikið við kunnum að meta hann. Hann fær tækifæri á morgun."

United mætir Watford í FA bikarnum klukkan 20:00 á Old Trafford.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner