Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. janúar 2023 16:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal ræður auglýsinga-staðgengil Messi til starfa
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: EPA
Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, hefur ráðið til starfa manna sem gengur undir nafninu „Tekkers Guru".

Hann heitir réttu nafni Hussein Isa og á hann að vinna með bæði leikmönnum í aðalliðinu og akademíunni.

Isa hefur vakið mikla athygli á veraldavefnum fyrir gæði sín með fótboltann. Hann er 34 ára gamall og á að baki landsleiki með Englandi í innanhúss fótbolta.

Hann hefur meðal annars starfað við gerð auglýsinga þar sem hann hefur verið staðgengill Lionel Messi og fleiri fótboltamanna þegar þarf að gera kúnstir með boltann. Svo leikmenn séu ekki að taka áhættu með að slasa sig, þá hoppar hann í þau verkefni.

Þá hefur hann leikið í utandeildinni á Englandi en hann á að hjálpa framliggjandi leikmönnum Arenal að bæta tækni sína með boltann. Hann tekur til starfa næsta sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner