Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 09. febrúar 2020 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: Ótrúlegur uppbótartími í Mexíkó
Mynd: Getty Images
Aðfaranótt laugardags tók Puebla á móti Santos Laguna í mexíkósku Clausura deildinni.

Santos kom yfir undir lok fyrri hálfleiks en Puebla jafnaði með marki úr aukaspyrnu snemma í seinni hálfleik. á 73. mínútu skoraði Puebla sjálfsmark.

Leikmenn Puebla reyndu hvað þeir gátu að ná inn jöfnnarmarki. Í stöðunni 1-2 fór markvörður liðsins, Grikkinn Vikonis Nikolas fram þegar liðið fékk aukaspyrnu á 94. mínútu. Jonathan Orozco, markvörður gestanna, greip boltann og kom honum fram völlinn, enginn í marki. Vikonis keyrði inn í Jonathan en leikurinn hélt áfram þar sem möguleiki var á þriðja marki gestanna.

Varamaðurinn Diego Valdes var allt of lengi að athafna sig eftir útsparkið og hljóp leikmaður heimamanna hann uppi og náði knettinum. Heimamenn komu sér snögglega upp völlinn og inn í teig. Boltinn fór á Cristian Menendez sem kom boltanum í netið, heppnisstimpill á markinu.

95 mínútur komnar á klukkuna en ævintýrið var ekki búið. Hálfri mínútu seinna fengu heimamenn vítaspyrnu en Osvaldo Martinez skaut yfir markið. Mikil dramatík sem má sjá hér að neðan, ekki skemmir lýsingin fyrir. Uppbótartíminn hefst eftir um tvær og hálfa mínútu af myndskeiðinu.


Athugasemdir
banner
banner