Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 09. febrúar 2023 11:15
Elvar Geir Magnússon
Casemiro hlaut yfirburðarkosningu - Betri en Partey og Rodri
Casemiro og Fred the red.
Casemiro og Fred the red.
Mynd: EPA
Talsverðar rökræður hafa átt sér stað meðal fótboltaáhugamanna um hver sé besti varnartengiliður ensku úrvalsdeildarinnar.

Casemiro hjá Manchester United, Thomas Partey hjá Arsenal og Rodri hjá Manchester City eru þeir þrír sem helst hafa verið í umræðunni.

Fótbolti.net setti upp könnun þar sem einfaldlega var spurt: Hver af þeim er bestur?

Casemiro hlaut yfirburðarkosningu en 2.117 af þeim 3.232 sem tóku þátt völdu hann.

Hver af þeim er bestur?
Casemiro 65,5%
Partey 19%
Rodri 15,5%

Komin er inn ný könnun á forsíðu.
Ert þú búin/n að mæta á leik í Bestu deildunum það sem af er tímabili?
Athugasemdir
banner