Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 09. febrúar 2025 16:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lucas Vazquez ekki með gegn Man City
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru mikil meiðslavandræði í herbúðum Real Madrid, það er því mikið áfall að Lucas Vazquez er kominn á meiðslalistann.

Hann er meiddur aftan í læri og verður fjarverandi næstu vikurnar. Hann mun því missa af leik Real Madrid gegn Man City í umspilinu í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.

Um er að ræða fyrri leik liðanna í einvíginu en hann fer fram í Manchester.

Líklegt þykir að Federico Valverde muni vera í hægri bakverðinum þar sem Dani Carvajal er einnig fjarverandi vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner