Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 09. mars 2020 16:50
Elvar Geir Magnússon
Foreldrar Bellingham sáust á æfingasvæði Man Utd
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Ljósmyndari náði myndum af foreldrum Jude Bellingham, leikmanns Birmingham, yfirgefa æfingasvæði Manchester United í dag.

Þessi sextán ára leikmaður hefur verið magnaður í Championship-deildinni á þessu tímabili. Hann er með fjögur mörk og tvær stoðsendingar.

Fullyrt var á dögunum að Bellingham væri nálægt því að ganga í raðir Borussia Dortmund en Manchester United er nú talinn líklegri áfangastaður.

Faðir Bellingham var myndaður við stýrið en talið er að sonur hans hafi verið í aftursætinu. Ed Woodward, framkvæmdastjóri United, og Matt Judge, sem er með puttana í leikmannakaupunum, sáust svo yfirgefa svæðið um klukkutíma síðar.

Með því að smella á meðfylgjandi tengil má lesa nánar um þennan spennandi leikmann.

Sjá einnig:
Hver er þessi sextán ára Englendingur sem Dortmund vill fá?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner