Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mán 09. mars 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Leikir í Frakklandi spilaðir fyrir luktum dyrum fram í apríl
Frönsk yfirvöld hafa sett samkomubann á samkomur þar sem meira en 1000 manns koma saman.

Þetta er gert til þess að minnka útbreiðslu á kórónu veirunni.

Þetta þýðir að leikir í frönsku úrvalsdeildinni verða spilaðir fyrir luktum dyrum eða fyrir framan fáa áhorfendur fram í miðjan apríl hið minnsta.

Roxana Maracineanu, íþróttamálaráðherra Frakka, staðfesti þetta í dag.

Fyrr í dag var greint frá því að leikur PSG og Borussia Dortmund í Meistaradeildinni verði leikinn fyrir luktum dyrum á miðvikudaginn.
Athugasemdir
banner
banner