Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. mars 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Borðaði miða sem hann fékk frá þjálfaranum
Ndiaye er fyrrum leikmaður Stoke.
Ndiaye er fyrrum leikmaður Stoke.
Mynd: Getty Images
Stundum gefa knattspyrnustjórar leikmönnum sínum miða til að koma fyrirmælum, oftast taktískum fyrirmælum, áleiðis.

Badou Ndiaye, leikmaður Trabzonspor í Tyrklandi og fyrrum leikmaður Stoke City, fékk miða frá þjálfara sínum í leik gegn Gaziantep FK.

Liðsfélagi rétti Ndiaye miðann sem las hann og ákvað svo að losa sig við hann með því að borða miðann. Hann vildi nefnilega ekki að neinn andstæðingur myndi sjá hvað væri á miðanum.

Hér að neðan má sjá myndband af þessu, en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Trabzonspor er í öðru sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum frá Istanbul Basaksehir. Trabzonspor á þó leik til góða á toppliðið.


Athugasemdir
banner
banner