Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 09. mars 2021 07:00
Victor Pálsson
Tuchel: Pulisic verður að sýna þolinmæði
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, segir að Christian Pulisic verði að sýna þolinmæði á varamannabekk liðsins.

Pulisic hefur lítið spilað síðan Tuchel tók við en hann hefur ekki byrjað einn einasta leik undir stjórn Þjóðverjans.

Tuchel viðurkennir að það sé kannski ósanngjarnt í garð vængmannsins sem hann þekkir úr Dortmund þar sem þeir unnu saman.

„Ég get ekki sagt annað en góða hluti um hann. Kannski er hans helsta vandamál að ég þekki hann frá Dortmund og notaði hann aðeins í bikarleikjum," sagði Tuchel.

„Þetta er mín ábyrgð og það er kannski svolítið ósanngjarnt. Ég veit þó hvaða áhrif hann getur haft síðustu 20-30 mínúturnar."

„Hann hefur verið óheppinn í síðustu leikjum. Þetta snýst ekki um traust eða gæði, hann verður bara að sýna þolinmæði."
Athugasemdir
banner
banner
banner