Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
   mið 07. maí 2025 13:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvernig gat hann verið svona lengi í neðri deildunum?
Eiður Gauti Sæbjörnsson, sóknarmaður KR.
Eiður Gauti Sæbjörnsson, sóknarmaður KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðverðir Blika áttu í vandræðum með Eið Gauta.
Miðverðir Blika áttu í vandræðum með Eið Gauta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Breki Kárason og Eiður Gauti.
Sigurður Breki Kárason og Eiður Gauti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Gauti Sæbjörnsson var maður leiksins þegar KR og Breiðablik gerðu 3-3 jafntefli við Breiðablik í ótrúlegum leik í Bestu deildinni í þessari viku.

Þegar leikurinn var í gangi þá hugsaði undirritaður ítrekað hvernig þessi leikmaður hafi getað spilað með Ými í 3. og 4. deild í öll þessi ár? Hann er alltof, alltof góður fyrir það.

Það var ekki fyrr en í fyrra þar sem hann ákvað að taka stökkið og spila með HK í Bestu deildinni. HK hafði lengi reynt að fá hann yfir þar sem þetta er markaskorari af guðs náð en hann hefur skorað 71 mark í 60 leikjum í neðri deildunum síðustu ár.

Hann skipti svo yfir í KR í vetur og hefur byrjað tímabilið af krafti, kominn með þrjú mörk. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, fékk spurninguna eftir leikinn gegn Breiðabliki; hvernig gat þessi leikmaður verið svona lengi í neðri deildunum?

„Hann er auðvitað bara góður leikmaður. Allir sem vildu sjá það, sáu það í fyrra þegar hann kemur inn í HK-liðið og sérstaklega seinni partinn þegar hann er kominn í betra form," sagði Óskar.

„Ég er alveg sammála þér í því að hann var framúrskarandi góður á móti ÍA og framúrskarandi góður í dag. Fyrir tveimur umferðum fannst mér Ásgeir Helgi og Viktor Örn pakka saman Andra Rúnari og Emil Atla. Það er ekkert gustungarverk að eiga í tréi við þá, þessa tvo hafsenta."

„Hann var frábær og mjög mikilvægur, kannski var það að einhverju leyti ástæðan fyrir því að við fórum hratt upp á við. Blikarnir stigu á okkur mann á mann. Svæðin voru í kringum hann og hann leysti það frábærlega."

Á fullu í öðru
Eiður hefur verið fastur í öðru síðustu ár, bæði skóla og vinnu, og ekki náð að einbeita sér að fótboltanum. Hann ákvað að taka sénsinn í fyrra eftir að hafa fengið símtal frá Ómari Inga Guðmundssyni, þáverandi þjálfara HK.

„Fótboltinn tekur mikinn tíma, þetta er svaka skuldbinding að vera í þessu sporti. Ég er búinn að vera í öðru en svo kom símtalið og ég hugsaði að þetta yrði síðasti séns til að vaða á Bestu-deildina þannig ég ákvað að hoppa á þetta. Ég gæti ekki verið sáttari með þessa ákvörðun," sagði Eiður við Fótbolta.net í fyrra en þessi 25 ára gamli sóknarmaður er að reynast KR-ingum vel í upphafi móts.
Athugasemdir
banner
banner
banner