Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
   mið 07. maí 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Með áhyggjur af andlegri líðan Paqueta
Paqueta fagnar marki með West Ham.
Paqueta fagnar marki með West Ham.
Mynd: EPA
West Ham hefur áhyggjur af hugarástandi brasilíska miðjumannsins Lucas Paqueta vegna rannsóknar enska fótboltasambandsins gagnvart honum.

Paqueta var á síðasta ári ákærður af enska fótboltsambandinu fyrir brot á veðmálareglum. Hann er sakaður um að hafa fengið viljandi áminningar til að hafa áhrif á veðmál.

Þessi 27 ára brasilíski landsliðsmaður hefur verið undir rannsókn í langan tíma núna en West Ham, félag hans, hefur áhyggjur af andlegri líðan leikmannsins.

Paqueta hefur spilað með West Ham á fullu á þessu tímabili en möguleiki er á því að hann hafi leikið sinn síðasta leik á leiktíðinni. Telegraph segir Lundúnafélagið nú íhuga að gefa honum frí.

Talið er að málinu muni ljúka í sumar en Paqueta gæti fengið lífstíðarbann frá fótbolta ef hann verður dæmdur sekur.
Athugasemdir
banner
banner